Einn handtekinn vegna líkamsárásar

Lögreglunni barst tilkynning um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um hálffjögurleytið í dag og var einn maður handtekinn vegna málsins. Meiðsli voru minni háttar en gerandinn verður að öllum líkindum yfirheyrður á morgun. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

46 mál voru skráð hjá lögreglu milli 11 og 17 og flest þeirra var hægt að leysa á vettvangi með aðstoð lögreglu. 

Maður með hníf ógnaði vegfaranda við Ásvallagötu rétt fyrir fjögur í dag. Maðurinn hljóp í burtu og fannst ekki þrátt fyrir viðamikla leit þar sem lögreglan notaðist bæði við dróna og sporhund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert