Tekjur heilbrigðisvöruframleiðandans Johnson & Johnson drógust saman um 4,4% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og námu 23,7 milljörðum Bandaríkjadala.

Tekjurnar voru um 200 milljónum lægri en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Minni sala á Covid-19 bóluefni og sterkari Bandaríkjadalur eru að sögn félagsins helstu ástæður tekjusamdráttarins.

Fyrirtækið reiknar með 5% söluaukningu á þessu ári og spá því að sala ársins verði á bilinu 96,9 til 97,9 milljörðum dala.