Nýr búskapshermir sá mest seldi

Farming Simulator 22 var mest seldi leikurinn á Steam vikuna …
Farming Simulator 22 var mest seldi leikurinn á Steam vikuna sem hann kom út. Grafík/Giants Software

Búskapshermirinn Farming Simulator 22 hefur verið að gera góða hluti í tölvuleikjasamfélaginu bæði hér á Íslandi sem og erlendis en hann er mest seldi leikur þessar viku á leikjaveitunni Steam.

Tísti SteamDB frá tíu mest seldu tölvuleikjunum á Steam vikuna 21. nóvember að 28. nóvember.

Fleiri leikmenn en í Battlefield 2042

Tölvuleikurin var gefinn út 22. október á bæði leikjatölvur og PC-tölvur í gegnum Steam og Epic vefverslunina og virðist hafa gengið vandamálalaust og fær góðar einkunnir á Steam. Samkvæmt SteamDB náði leikurinn sínum hæstu hæðum þegar 105,636 leikmenn voru virkir samtímis og slá þar metfjölda virkra leikmanna samtímis í Battlefield 2042.

Battlefield 2042 kom út aðeins þremur dögum áður en Farming Simulator 22 var gefinn út, þann 19. nóvember, en hefur Battlefield 2042 ekki verið tekinn út með sitjandi sælunni og hafa leikmenn hverjir á eftir öðrum skilið eftir slæma einkunn á Steam.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert