Gæti bundið enda á sóttkví

Frá sýnatöku vegna Covid-19.
Frá sýnatöku vegna Covid-19. AFP

Stórt tilraunaverkefni á Englandi gæti komið í veg fyrir að fólk þarlendis þurfi að fara í sóttkví vegna þess að það hafi verið berskjaldað fyrir kórónuveirusmiti. Verkefnið er stutt af stjórnvöldum. 

Það felst í því að fólk sem hefur verið berskjaldað fyrir smiti fer daglega í skimun í sjö daga í stað þess að það fari í tíu daga sóttkví. Eftir hvert neikvætt próf geta einstaklingarnir haldið lífi sínu áfram með eðlilegum hætti. 

Guardian greinir frá þessu.

Hraðpróf sem eru ekki jafn nákvæm og PCR-prófin

Frá níunda maí verður 40.000 manns sem berskjaldaðir hafa verið fyrir smiti boðið að taka þátt í rannsókninni. 

Sem stendur þurfa þeir sem berskjaldaðir hafa verið fyrir smiti að sæta sóttkví og mega ekki yfirgefa heimili sín af neinum ástæðum. 

Fólkið sem tekur þátt í rannsókninni þarf að framkvæma kórónuveirupróf á sjálfu sér daglega sjö daga í röð. Ef það reynist neikvætt er það undanþegið sóttkví, svo framarlega sem það sýnir engin einkenni Covid-19. 

Um er að ræða hraðpróf sem geta gefið niðurstöðu á um það bil 30 mínútum. Þau eru talin minna nákvæm en PCR-próf, prófin sem t.a.m. er stuðst við hérlendis. Um sólarhring tekur að fá niðurstöður úr slíkum prófum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert