Viðskipti innlent

Hagnaður Rekstrar­vara nær fimm­faldaðist í heims­far­aldri

Eiður Þór Árnason skrifar
Eftirspurn eftir handspritti margfaldaðist í faraldrinum.
Eftirspurn eftir handspritti margfaldaðist í faraldrinum. Samsett

Heimsfaraldur Covid-19 hafði mikil áhrif á hag Rekstrarvara ehf. á seinasta ári en fyrirtækið er flytur meðal annars inn hreinlætisvörur og selur áfram til fyrirtækja og einstaklinga.

Rekstrartekjur félagsins námu 2,71 milljarði króna á síðasta ári og hækkaðu um 810 milljónir króna milli ára eða um 43%. Hagnaður félagsins á árinu 2020 fór í 399,9 milljónum króna úr 82,1 milljón og nærri fimmfaldaðist milli ára.

Fram kemur í ársreikningi félagsins að aukin tekjumyndun hafi komið til vegna heimfaraldursins og að stjórn og framkvæmdastjóri telji að áhrifa á félagið muni gæta fram eftir árinu 2021.

„Enn ríkir óvissa um endanleg áhrif faraldursins s.s. vegna óvissu um hve lengi hann mun vara og hver áhrifin verða eftir að honum lýkur.“

Vilja greiða út 150 milljóna króna arð

Eigið fé félagsins í árslok nam 1,2 milljörðum króna að meðtöldu hlutafé félagsins að fjárhæð 10,1 milljónum. Eigið fé var 735,1 milljón króna árið 2019.

Stjórn félagsins leggur til við aðalfund að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 150,0 milljóna króna á þessu ári.

Rekstrarvörur eru í eigu Kristjáns Einarssonar og Sigriðar Báru Hermannsdóttur. Meðalfjöldi starfsmanna félagsins á árinu umreiknaður í heilsársstörf var 46, einum færri en árið 2019.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×