Ísland mætir neðsta liði styrkleikalistans

Ísland mætir San Marínó í júní.
Ísland mætir San Marínó í júní. Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun mæta San Marínó í vináttuleik þann 9. júní n.k. ytra.

Leikurinn er til kominn vegna þess að ekkert verður af leik Íslands og Rússlands í Þjóðadeildinni en Rússum var vikið úr keppninni vegna innrásarinnar í Úkraínu.

San Marínó er í neðsta sæti styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins og má því segja að liðið sé það slakasta í heimi. Einungis einu sinni hefur því tekið að vinna opinberan landsleik en það var gegn Liechtenstein fyrir 18 árum síðan.

Ísland hefur aldrei áður mætt San Marínó í A-landsleik.

Leikurinn fer fram inn á milli þriggja leikja Íslands í Þjóðadeildinni en liðið mætir Ísrael úti 2. júní, Albaníu heima 6. júní og Ísrael heima 13. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert