Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, telja að bein áhrif af falli Silicon Valley Bank (SVB) og Signature Bank í Bandaríkjunum muni ekki verða mikil á Íslandi.

„Áhrifin geta helst komið fram ef það verður einhver smitun yfir til Evrópu, á getum við fengið áhrif þaðan,“ sagði Ásgeir á blaðamannafundi Seðlabankans í morgun.

„Við teljum okkur hafa sett þannig varnarlínur í kringum íslenska fjármálakerfið að það séu ekki endilega mikil bein áhrif. Það er mjög gott að Landsbankinn náði að gefa út [evrópsk sértryggð skuldabréf] í sömu viku. Þannig að bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir og við sjáum ekki endilega mikil bein áhrif.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði