fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 22. september 2020 16:30

Til vinstri: Hrefna Sigurjónsdóttir, aðsend mynd - Til hægri: Börn í snjalltæki, mynd tengist fréttinni ekki beint, Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða skapaðist í Facebook-hóp íbúa í Grafarvogi eftir að áhyggjufull móðir sagði að 9 ára sonur sinn hafi verið að horfa á klám í kjölfar þess að aðrir krakkar sögðu honum að gera það. Mannlíf vakti athygli á málinu.

„Orðið gengur um að krakkar benda á PornHub síðuna um að skoða hana! Minn 9 ára var að skoða hana út af einhver í skólanum sagði honum að gera það!“ skrifar móðirin. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri Rimaskóla, staðfesti það í samtali við Mannlíf að um sé að ræða mikið vandamál í skólanum. Þóranna sendi foreldrum tölvupóst til að vekja athygli á vandamálinu. „Ég sendi það á foreldra að nemendur eru að gera óæskilega hluti í símanum sínum,“ sagði Þóranna í samtali við DV. „Það þarf að kenna þeim að nota þessi tæki. Það þarf að huga að því sem er að gerast í símanum hjá börnunum.“

Þóranna segir þetta vera búið að vera í gangi síðan hún var í grunnskóla en þá var efnið í blöðum en ekki í símunum eins og í dag. „Tæknin er meiri og markaðsetningin er meiri á börnin okkar því það er verið að reyna að gera þau að virkum notendum. Það þarf að hafa það í huga að verja börnin með því að nota tæki og tól til þess að takmarka það að börnin komist inn á óæskilegar síður.“

„Mikilvægt að það sé ekki bara frír passi á allt“

Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir þetta vera mikið áhyggjuefni. Hún hvetur börn og foreldra til að tilkynna um svona mál, bæði til skólans en síðan er einnig hægt að hafa samband við Heimili og skóla. Þá segir hún mikilvægt að foreldrar tali við börnin sín um hvað sé æskilegt að gera á netinu.

Einnig er mikilvægt að skólar og foreldrar vinni saman þegar svona mál koma upp. Skólayfirvöld ættu að vera dugleg þegar kemur að upplýsingaflæði um leiðindamál til foreldra. Það getur hjálpað með það að stöðva svona mál í fæðingu. „Það þarf að vera með eitthvað plan eða viðbragðsáætlun, því það munu koma upp svona mál. Þetta getur gerst, hvernig ætlar fólk að takast á við það þegar þetta gerist.“

„Það þarf að reyna að vera meðvituð um það sem börnin eru að gera á netinu. Þó svo það sé ekki alltaf hægt að fylgjast með öllu er mikilvægt að það sé ekki bara frír passi á allt,“ segir Hrefna. Mikilvægt er að búa til traust svo börn geti leitað til foreldra eða annarra fullorðinna ef þau sjá eitthvað sem lætur þeim líða illa. Ef börn geta ekki, eða þora ekki, að segja foreldrum frá svona málum þá geta þau líka leitað í hjálparsíma Rauða Krossins, í símanúmerið 1717. Þá vekur Hrefna athygli á ábendingalínu Barnaheilla sem er hluti af SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) samstarfsverkefninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat