Sannfærandi Valskonur í undanúrslit

Hallveig Jónsdóttir skoraði fimm stig fyrir Val.
Hallveig Jónsdóttir skoraði fimm stig fyrir Val. mbl.is/Arnþór Birkisson

Valur vann öruggan 79:53-sigur á Stjörnunni á útivelli í átta liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í kvöld. Valur vann fyrsta leikhlutann með 20 stigum og var sigurinn ekki í hættu eftir það.

Ásta Júlía Grímsdóttir var stigahæst hjá Val með 26 stig og Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 23. Valskonur léku án Bandaríkjamanns í leiknum.

Diljá Ögn Lárusdóttir skoraði 13 stig fyrir Stjörnuna og Myia Starks gerði ellefu stig.

Stjarnan - Valur 53:79

Mathús Garðabæjar höllin, Bikarkeppni kvenna, 11. september 2021.

Gangur leiksins:: 2:5, 4:9, 7:15, 7:27, 11:30, 19:36, 21:38, 23:42, 23:46, 29:56, 31:60, 40:62, 45:65, 47:69, 49:78, 53:79.

Stjarnan: Diljá Ögn Lárusdóttir 13/10 fráköst/3 varin skot, Myia Nicole Starks 11/7 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 9/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hera Björk Arnarsdóttir 6, Elva Lára Sverrisdóttir 5.

Fráköst: 25 í vörn, 5 í sókn.

Valur: Ásta Júlía Grímsdóttir 26/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 23/10 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 5/5 stoðsendingar, Sara Líf Boama 4/5 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 3, Lea Gunnarsdóttir 3/5 fráköst, Anita Rún Árnadóttir 2.

Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Stefán Kristinsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.

Áhorfendur: 53

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert