Óðinsbryggjan gamla er að hverfa

n Stórvirkri gröfu hefur verið komið fyrir á prammanum og …
n Stórvirkri gröfu hefur verið komið fyrir á prammanum og rífur hún Óðinsbryggjuna, fjöl fyrir fjöl. Ný bryggja verður síðan byggð og á hún að vera tilbúin í mars á næsta ári. mbl.is/sisi

Nýlega var hafist handa við að rífa Óðinsbryggjuna, gamla trébryggju sem er milli Sjóminjasafnsins og Kaffivagnsins. Bryggjan var dæmd ónýt og verður sams konar bryggja byggð í hennar stað.

Faxaflóahafnir buðu fyrr á árinu út endurbyggingu Óðinsbryggju. Tvö tilboð bárust og voru bæði yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 82 milljónir króna. Töng ehf. bauðst til að vinna verkið fyrir rúmar 156 milljónir og Aðalvík fyrir tæpar 117 milljónir. Samið var við Aðalvík á grundvelli tilboðsins. Verklok eru sett 31. mars 2022. Reynt er að haga verktímanum þannig að sem minnst röskun verði yfir sumartímann þegar aðsókn er meiri í Sjóminjasafnið og í Óðin, samkvæmt upplýsingum Magnúsar Þórs Ásmundssonar hafnarstjóra.

Harðviður verður notaður í nýju bryggjuna og voru kaupin einnig boðin út. Sex tilboð bárust og var það lægsta 270 þúsund evrur, eða nálægt 40 milljónum íslenskra króna.

Við verkið er notaður öflugur prammi í eigu Faxaflóahafna en hann hefur reynst drjúgur við ýmsar framkvæmdir á höfnunum undanfarna áratugi. Þetta var upphaflega ekjubrú fyrir farþegaskipið Eddu og síðar var hún líka notuð fyrir ekjuskipin Álafoss, Eyrarfoss og enn síðar Laxfoss og Brúarfoss.

Sumarið 1983 hófu Eimskip og Hafskip rekstur bílaferjunnar Eddu sem sigldi milli Reykjavíkur, Newcastle í Bretlandi og Bremerhaven í Þýskalandi. Skipafélögin stofnuðu sameiginlega dótturfyrirtækið Farskip gagngert til þess. Edda gat tekið 900 farþega og 160 bíla. Hún kom í fyrsta skipti til Reykjavíkur 1. júní en rekstri var hætt 15. október, enda varð nokkurt tap af rekstrinum.

Fjórar trébryggjur í Vesturhöfninni

Í Vesturhöfn Gömlu hafnarinnar í Reykjavík eru fjórar timburbryggjur. Sú nyrsta, Síldarbryggjan við Marshallhúsið, hefur verið breikkuð og endurbætt á síðustu áratugum og telst í þokkalegu ástandi. Innri bryggjurnar þrjár, við Kaffivagninn, kallast einu nafni Verbúðabryggjur. Ytri bryggjurnar tvær voru endurnýjaðar upp úr 1990.

Innsta bryggjan við Sjóminjasafnið hefur lítið viðhald fengið síðustu áratugi. Hún var dæmd ónýt árið 2018 og ákvað stjórn Faxaflóahafna að láta vinna að hönnun nýrrar bryggju og nú er komið að framkvæmdum. Bryggjan verður 60 metra löng og sjö metra breið timburbryggja á timburstaurum.

Við gömlu bryggjuna hafa legið varðskipið Óðinn og dráttarbáturinn Magni undanfarin ár, en bæði þessi skip hafa verið tekin úr notkun. Hefur bryggjan oft verið nefnd Óðinsbryggja, enda er skipið nú eins konar sjóminjasafn. Meðan á niðurrifi stendur liggur Óðinn við Síldarbryggjuna en gamli Magni við Ægisgarð.

Óðinsbryggja var illa farin.
Óðinsbryggja var illa farin. mbl.is/sisi

Tók þátt í þremur þorskastríðum

Varðskipið Óðinn kom til landsins 27. janúar 1960 en hann var smíðaður í Álaborg í Danmörku árið 1959. Óðinn tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum á 20. öldinni. Síðasta siglingin á vegum Landhelgisgæslunnar var farin í júní 2006 og nú er Óðinn hluti af Sjóminjasafninu Grandagarði.

Dráttarbáturinn Magni var smíðaður í Stálsmiðjunni í Reykjavík 1954 og hannaður af Hjálmari R. Bárðarsyni skipaverkfræðingi (1918-2009) fyrir Reykjavíkurhöfn. Hann var í notkun til 1986. Magni var fyrsta stálskipið sem Íslendingar smíðuðu.

Meðan á framkvæmdum stendur er Óðinn við Síldarbryggjuna, nálægt Brimi.
Meðan á framkvæmdum stendur er Óðinn við Síldarbryggjuna, nálægt Brimi. mbl.is/sisi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 4.962 kg
Ýsa 1.338 kg
Steinbítur 561 kg
Keila 136 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 7.005 kg
18.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 5.212 kg
Þorskur 633 kg
Ýsa 575 kg
Samtals 6.420 kg
18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 4.962 kg
Ýsa 1.338 kg
Steinbítur 561 kg
Keila 136 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 7.005 kg
18.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 5.212 kg
Þorskur 633 kg
Ýsa 575 kg
Samtals 6.420 kg
18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg

Skoða allar landanir »