fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Mikil reiði vegna auglýsingar í Morgunblaðinu – „Ég er bara kjafstopp, reið, misboðið og sorgmædd“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agla Gosgerð tilkynnti nýjan drykk í vikunni með nafnið Jesúlaði. Drykkurinn er eins og gosgerðin lýsir honum „léttgerjaður sítrusdrykkur úr hágæða náttúrulegum efnum“ og er kominn í sölu.

Fyrirtækið birti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í dag þar sem drykkurinn er kynntur og fór sú auglýsing ekki vel í alla. Hringbraut birti í dag færslu frá Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur þar sem hún segir auglýsinguna vera guðlast.

https://www.facebook.com/ragnhildurpala/posts/3874208962663085

Fleiri taka undir þessa staðhæfingu Ragnhildar í kommentakerfinu, til að mynda segir kona ein: „Mér brá, ég trúði ekki því sem ég sá og skoðaði betur og fékk óbragð í munninn, hvað er að gerast í hausnum á fólki?“ og önnur segir: „Mig setur hljóðan…… ég er bara kjafstopp, reið, misboðið og sorgmædd. Langar að skrifa svo margt en set punktinn hér.“ en aðrir segjast vera ósammála Ragnhildi og minna á að á Íslandi sé tjáningafrelsi.

„Svona erum við nú mismunandi, mér finst þetta bara skemmtilegt og langt frá því að vera móðgandi. Ég held að Jesú sjái húmorinn í þessu.“ segir ein og önnur bætir við: „Mér finnst þetta fyrirtak. Þeir eru með drykkinn Yuzulaði og Jesúlaði er bráðfyndið nafn finnst mér. Enda var Jesú bara maður eins og við hin, óvenju klár, fari söguheimildir rétt með, en engu að síður bara maður eins og aðrir spámenn.“

Ummælin takmarka sig þó ekki við færslu Ragnhildar heldur hafa aðrir einnig skilið þau eftir á Facebook-síðu gosgerðarinnar. Eitt ummælanna er: „Mér verður hugsað til 2. boðorðs, „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma“”. Þessa auglýsingu mætti túlka sem guðlast!“ en Agla Gosgerð svarar því einfaldlega með „Guð blessi þig“

Gosgerðin er einnig með til sölu drykk sem nefnist „Djöflarót“ og því er Jesúlaði ekki eina tilvitnun gosgerðarinnar í Biblíuna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum