Jarðskjálfti að stærð 3,2

Á kortinu má sjá hvar skjáftar hafa mælst síðustu 48 …
Á kortinu má sjá hvar skjáftar hafa mælst síðustu 48 klukkustundir. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti að stærð 3,2 varð 2,7 kílómetra vestur af Herðubreiðartöglum á Suðurlandi klukkan 14:15 í dag. Veðurstofunni hefur verið gert viðvart um að skjálfta hafi gætt á svæðinu fyrr í dag. 

Skjálftinn náði niður á fjögurra kílómetra dýpi og var líkt og fyrr segir 3,2 að stærð. Að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands hafa 436 skjálftar mælst síðustu 48 klukkustundirnar. Þar af eru fjórir stærri en 3 að stærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert