fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Mikil hætta á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 16:44

Gróðureldar í Heiðmörk. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hættustig ríkir á höfuðborgarsvæðinu vegna hættu á gróðureldum. Hefur aðgerðastjórn Almannavarna sent frá sér fréttatilkynningu vegna málsins.

Þar segir:

„Vegna þurrka og hættu á gróðureldum í Heiðmörk og öðrum gróðursvæðum á höfuðborgarsvæðinu er öll meðferð elds bönnuð á svæðinu.
Send verða SMS skilaboð á fólk sem fer inn í Heiðmörk, en þar sem svæðið er víðfeðmt eru líkur á því að fólk sem er nálægt svæðinu fái einnig skilaboðin og biðjum við fólk að sýna því skilning í ljósi brýnna aðstæðna. SMS skilaboðin eru send út á íslensku, ensku og pólsku. Gróðurinn er mjög þurr og er því mikilvægt að vera ekki með eld, reykja eða notkun verkfæra sem geta skapað eldhættu á gróðursvæði.

Nánari upplýsingar veitir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri s: 894-5421“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“