Fyrrverandi Selfyssingur kemur inn fyrir Selfyssing

Dagný Brynjarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir á landsliðsæfingu í júlí 2017.
Dagný Brynjarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir á landsliðsæfingu í júlí 2017. mbl.is/Golli

Hólmfríður Magnúsdóttir hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Svíþjóð í Gautaborg hinn 27. október næstkomandi í undankeppni EM, en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Hólmfríður kemur inn í landsliðshópinn fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur sem getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.

Hólmfríður, sem er 36 ára gömul, er ein af reynslumestu leikmönnum kvennalandsliðsins frá upphafi en hún á að baki 112 landsleiki þar sem hún hefur skorað 37 mörk.

Hólmfríður gekk til liðs við Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni á dögunum frá Selfossi en hún og Dagný léku saman með Selfossi fyrri hluta Íslandsmótsins.

Svíþjóð og Ísland eru bæði með 13 stig í efstu sætum F-riðils og því um útslitaleik að ræða um efsta sæti riðilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert