Hönnuðurinn Paco Rabanne látinn

Paco Rabanne er látinn 88 ára að aldri.
Paco Rabanne er látinn 88 ára að aldri. Samsett mynd

Spænski tískuhönnuðurinn Paco Rabanne er látinn 88 ára að aldri. Rabanne er þekktur fyrir að hafa hannað þekktustu ilmvatnslínur í heimi. 

Rabanne lést á heimili sínu í Frakklandi en fyrirtækið Puig, sem á öll helstu tískuvörumerki Rabanne, greindi frá andláti hans í dag. 

Rabanne öðlaðist heimsfrægð, ekki bara fyrir einstök ilmvötn sín, heldur líka einstaka tískuhönnun sína. „Hver annar gat fengið konur Parísar til þess að klæðast plasti og járni?“ sagði José Manuel Albesa, forstjóri Puig í andlátstilkynningunni.

Einn þekktasti ilmur hans er 1 Million rakspírinn. 

Rabanne hefur unnið með tískurisum á borð við Balenciaga, Givenchy og Dior en á sjöunda áratugnum stofnaði hann sitt eigið merki. 

Paco Rabanne árið 1977.
Paco Rabanne árið 1977. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant