Lady Gaga sagði henni upp í tölvupósti

Lady Gaga.
Lady Gaga. AFP

Laurieann Gibson, fyrrverandi listrænn stjórnandi tónlistarkonunnar Lady Gaga, segir að stjarnan hafi sagt henni upp í tölvupósti. Gibson er reyndar ekki viss um að Gaga hafi skrifað póstinn sjálf en fólk í teymi Gaga var ósátt við hversu vinsæl Gibson varð. 

„Ég fékk of mikla athygli,“ segir Gibson á vef Page Six en hún tjáir sig um brottreksturinn í nýrri bók. 

Gibson hjálpaði Gaga að verða að þeirri stórstjörnu sem hún er í dag þegar hún sló fyrst í gegn fyrir rúmlega tíu árum. Hún var til dæmis listrænn stjórnandi á tónleikaferðalagi Gaga, Monster Ball. Gibson fór fljótlega að hjálpa fleira fólki eins og tónlistarkonunni Katy Perry og ofurfyrirsætunni Naomi Campbell. 

Árið 2011 fór samband hennar og Gaga að versna en hún vill meina að það hafi verið fólki í kringum Gaga að kenna. „Sumum í kringum hana fannst að ég ætti ekki að vinna með öðrum listamönnum. Þeim fannst ég fá of mikla athygli jafnvel þó svo ég hafi ekki viljað vera í sviðsljósinu,“ sagði Gibson. 

„Þegar ég áttaði mig á umtalinu rak Gaga mig. Í tölvupósti. Ég er ekki enn viss um að hún hafi skrifað hann sjálf.“

View this post on Instagram

A post shared by BOOMKACK (@laurieanngibson)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant