Póstmál færist til Byggðastofnunar

Sauðárkrókur. Færa á eftirlit með póstþjónustu til Byggðastofnunar.
Sauðárkrókur. Færa á eftirlit með póstþjónustu til Byggðastofnunar. mbl.is/Sigurður Bogi

Áformuð er tilfærsla póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Byggðastofnunar, þ.e.a.s. bæði stjórnsýsla og eftirlit með póstþjónustu í landinu.

Hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem þetta er lagt til.

Í frétt ráðuneytisins um málið í gær segir að með tilfærslu póstmála frá PFS til Byggðastofnunar sé leitast við að tryggja jafnan rétt landsmanna til alþjónustu póstsins. Nú standi yfir heildaryfirferð á lagaumhverfi PFS og leggja eigi fram frumvarp til nýrra heildarlaga um PFS.

Fram kemur í greinargerð frumvarpsdraganna að verkefni PFS á sviði póstmála hafi minnkað en póstþjónustan gegni engu að síður mikilvægu hlutverki, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert