Leikmenn í New World bannaðir

Grafík/Amazon/New World

Leikmenn í New World hafa komið sér upp leið til þess að afla sér fleiri gullpeninga með því að notast við gloppu sem finnst innanleikjar en Amazon hyggst ætla að banna þá leikmenn.

Gloppan sem leikmenn hafa nýtt sér til þess að afla sér fleiri gullpeninga virkar þannig að þegar leikmenn sendu öðrum leikmönnum gullpeninga og skráðu sig út úr leiknum og svo aftur inn, þá birtust gullpeningarnir sem gefnir voru aftur í bakpokann.

Umrædd gloppa kom með uppfærslu 1.0.3 en með þeirri uppfærslu geta leikmenn loksins flutt persónur sínar á aðra rás en þeir hafa beðið eftir þeim möguleika lengi.

Umsjónarmenn New World lofuðu leikmönnum rásarflutningum (e.server transfer) stuttu eftir útgáfu leiksins vegna of mikillar umferðar á rásunum sem var leikmönnum til ama.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert