Búist við 34 þúsund áhorfendum

Leikið er á Tarczynski Arena í Wroclaw en völlurinn rúmar …
Leikið er á Tarczynski Arena í Wroclaw en völlurinn rúmar rúmlega 43 þúsund áhorfendur. Ljósmynd/Alex Nicodim

Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Íslands er reiknað með því að um 34 þúsund áhorfendur verði á leik Úkraínu og Íslands í Wroclaw í Póllandi í kvöld.

Þar mætast liðin í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM karla sem fram fer í Þýskalandi í sumar.

Seldir miðar núna um hádegið í Póllandi eru 29 þúsund talsins og þá hefur verið gefið upp að 85 blaðamenn og 32 ljósmyndarar verði á leiknum, ásamt tveimur sjónvarpsstöðvum með fréttaflutning.

Íslenskir áhorfendur verða væntanlega á milli 500 og 600 en um 225 Íslendingar eru á þessari stundu í flugi með Icelandair á leið til Wroclaw.

Úkraínskir áhorfendur verða því líklega ríflega 33 þúsund á leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert