Siggi og Eva hita upp fyrir landsleikinn

Eva Ruza og Siggi Gunnars stýra gleðinni í kvöld en …
Eva Ruza og Siggi Gunnars stýra gleðinni í kvöld en sérstakur gestur verður enginn annar en Páll Óskar. Samsett mynd

„Ég er mjög peppaður fyrir því að hita upp fyrir strákana okkar á EM. Við ætlum snemma í loftið í kvöld, svo allir nái leiknum. Þetta er frábær byrjun á góðu kvöldi, að horfa á og spila bingó með fjölskyldunni og svo hvetja strákana okkar áfram í kjölfarið,“ segir bingóstjórinn Siggi Gunnars en bingóþátturinn feykivinæsli hefur göngu sína að nýju í kvöld kl 18:30 í beinni útsendingu á mbl.is og á rás 9 á Sjónvarpi Símans. 

Þau Siggi Gunnars og Eva Ruza munu stýra bingógleðinni að vanda en eins og flestir vita þá er stuð og stemning þeirra aðal einkennismerki. Sérstakur gestur í kvöld verður enginn annar en Páll Óskar Hjálmtýsson. 

Svindlar ekki en er smá tapsár

Uppáhalds bingótalan hans Sigga er B-10. Töluna tengir hann við afmælisdag sinn sem er 10. janúar. 

„Tían er lukkutalan mín.“

Siggi segist vera með mikið keppnisskap en hann kannast ekki við að vera svindlari í spilum.

„Það er ljótt að svindla. Það myndi ég ekki gera ef það væri hægt í bingó eða öðrum spilum. Þrátt fyrir að vera með mikið keppnisskap. Ég get verið óttaleg bulla og á það til að tryllast ef ég eða mín uppáhalds lið eru að tapa,“ viðurkennir hann.

Ef þú værir ekki bingóstjóri í Moggabingóinu, hvernig myndirðu þá hátta þínum fimmtudagskvöldum?

„Ég myndi að sjálfsögðu spila bingó með vinum og fjölskyldu. Það góða við bingó er að það geta allir spilað það, óháð aldri. Skemmtilegast væri að safna saman nokkrum kynslóðum við tækið til þess að spila bingó. Ég mæli með því,“ segir Bingó-Siggi og hvetur að sjálfsögðu alla til að taka þátt í bingógleðinni í beinni útsendingu á mbl.is klukkan 18:30 í kvöld.

Leik­regl­ur, bingó­spjöld og út­send­ing­una sjálfa má nálg­ast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson