Dómari varð fyrir kynþáttaníði

Norski dómarinn Mohammed Usman Aslam varð fyrir kynþáttaníði þegar hann dæmdi leik Haugasunds og Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í Haugasundi á sunnudaginn.

Haugesunds Avis, staðarblað Haugasunds, greinir frá þessu.

Þar segir að rasísk ókvæðisorð hafi verið hrópuð í átt að Aslam þegar verið var að taka aukaspyrnu. Bæði karl og kona hafi þar átt hlut að máli.

Norska knattspyrnusambandið rannsakar nú málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert