Guðlaugur Þór ávarpaði allsherjarþing SÞ

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra, talaði fyr­ir aðgerðum í lofts­lags­mál­um, jafn­ari dreif­ingu bólu­efna og mik­il­vægi mann­rétt­inda og alþjóðalaga fyr­ir hag­sæld og framþróun ríkja í ræðu á alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna (SÞ) í dag.

    Þingið fer í þetta sinn fram sem blanda af fjar­fund­um og beinni þátt­töku vegna Covid-19, að því er seg­ir í til­kynn­ingu en Guðlaug­ur Þór ávarpaði þingið af skjá síðdeg­is að ís­lensk­um tíma.

    Í ræðu sinni hvatti Guðlaug­ur Þór til auk­inn­ar sam­stöðu um áskor­an­ir sam­tím­ans. Hann sagði lofts­lags­breyt­ing­ar, yf­ir­stand­andi heims­far­ald­ur og vax­andi spennu í alþjóðsam­skipt­um gera kröfu um aukið traust og sam­starf, ekki síst á vett­vangi Sam­einuðu þjóðanna.

    Tryggja þyrfti jafn­ari dreif­ingu bólu­efna og færa sam­fé­lög til meiri sjálf­bærni í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins í sam­ræmi við heims­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna. 

    Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í morgun.
    Alls­herj­arþing Sam­einuðu þjóðanna í morg­un. AFP

    Guðlaug­ur Þór sagði brýnt að standa við Par­ís­ar­sam­komu­lagið og reifaði áhersl­ur og stefnu Íslands, bæði aðgerðir til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda inn­an­lands og vax­andi stuðning við lofts­lagsaðgerðir í þró­un­ar­sam­vinnu.

    Ísland væri til­búið að vinna með öðrum ríkj­um að orku­skipt­um, sér­stak­lega í tengsl­um við nýt­ingu jarðhita. Um­hverf­is­vernd og auðlinda­nýt­ing voru einnig rauður þráður í ræðunni, sér­stak­lega mál­efni hafs­ins. Þar hefði Ísland beitt sér fyr­ir auk­inni sam­vinnu á grund­velli haf­rétt­ar­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna og eflt svæðis­bundna sam­vinnu, meðal ann­ars gegn plast­meng­un á vett­vangi Norður­skauts­ráðsins, sam­hliða því að vinna að alþjóðasamn­ing­um.

    Úrbæt­ur í mann­rétt­inda- og jafn­rétt­is­mál­um

    Ráðherr­ann brýndi ríki til að stuðla að úr­bót­um í mann­rétt­inda- og jafn­rétt­is­mál­um, sem skiluðu sér í bætt­um sam­fé­lög­um og auk­inni vel­meg­un, þar sem all­ir hefðu tæki­færi til að leggja sitt af mörk­um.

    „Ef við vilj­um stuðla að framþróun og um­bót­um, þá þurf­um við að auka virðingu fyr­ir mann­rétt­ind­um, frelsi og jafn­rétti, sem eru horn­stein­ar far­sælla sam­fé­laga. Fjár­fest­ing­ar í um­bót­um, friði og mann­rétt­indi eru á end­an­um hag­kvæm­ari og bera meiri ávöxt en að fást við hrylli­leg­ar af­leiðing­ar fá­tækt­ar, stríðsátaka og órétt­læt­is“ sagði hann í ræðunni.

    Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
    Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

    Einnig vék Guðlaug­ur Þór að helstu átaka- og spennusvæðum heims­ins og lýsti yfir áhyggj­um af stöðu mála í Af­gan­ist­an, sér­stak­lega aðför að rétt­ind­um kvenna og mann­rétt­inda­brot­um.

    Að end­ingu lagði ráðherra áherslu á að ríki stæðu sam­an að því að efla og styrkja starf Sam­einuðu þjóðanna til að gera þeim bet­ur fært að tak­ast á við tæki­færi og áskor­an­ir framtíðar­inn­ar. „Með von og vilja að vopni, og með því að standa við sam­eig­in­leg­ar skuld­bind­ing­ar okk­ar, get­um við mætt áskor­un­um og staðið við fyr­ir­heit stofn­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna svo varðveita megi frið og tryggja mann­rétt­indi og þróun. Framtíð okk­ar er und­ir,“ sagði Guðlaug­ur Þór.

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert