Alls 45 sjúklingar á spítala með veiruna

Starfsmenn á gjörgæslu Landspítala hlúa að sjúklingi með veiruna. Á …
Starfsmenn á gjörgæslu Landspítala hlúa að sjúklingi með veiruna. Á spítalanum liggja nú 45 með Covid-19. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Alls liggja nú 45 á Landspítala með kórónuveiruna. Sjö þeirra eru á gjörgæslu og fjórir í öndunarvél. Meðalaldur sjúklinga er 62 ár. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef spítalans

Þar segir að Landspítali starfi á neyðarstigi og að Covid-göngudeild spítalans þjónusti nú 8.551 með veiruna í samfélaginu. Af þeim fjölda eru 2.558 börn. 

Frá upphafi fjórðu bylgju veirunnar, eins og það er orðað í tilkynningunni, sem miðuð er við 30. júní 2021, hafa alls 318 þurft að leggjast inn á Landspítala með kórónuveiruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert