Engin óeining í Leeds

Jesse Marsch
Jesse Marsch AFP/Geoff Caddick

„Leikmenn sögðu mér frá þessum sögusögnum en það er ekkert til í þeim. Við erum liðsfélagar. Við styðjum alltaf hver annan,“ sagði Jesse Marsch, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Leeds, um sögusagnir sem uppi eru um óeiningu innan leikmannahópsins en liðinu hefur ekki tekist að vinna fótboltaleik síðan í byrjun nóvember á síðasta ári og situr það í 16. sæti deildarinnar, jafnt liði Bournemouth, sem er í fallsæti, að stigum.

„Ég er þakklátur fyrir að starfa fyrir Leeds og ég er þakklátur fyrir leikmannahópinn minn. Ég kunni að meta að leikmenn skildu láta mig vita.“

Leeds tekur á móti Brentford í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli sínum, Elland Road, í dag. Leikurinn hefst klukkan 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert