Aðeins tveir leikir til 9. maí

Ásbjörn Friðriksson og félagar í FH eiga að mæta Fram …
Ásbjörn Friðriksson og félagar í FH eiga að mæta Fram 25. apríl. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ný uppröðun á Íslandsmótinu í handknattleik er komin á vef HSÍ og þar má sjá að fram að 9. maí fara aðeins tveir leikir fram í úrvalsdeild karla, Olísdeildinni.

Það eru tveir frestaðir leikir úr 14. umferð sem verða leiknir sunnudaginn 25. apríl, Grótta mætir KA á Seltjarnarnesi og Fram mætir FH í Safamýrinni.

Þá tekur við landsleikjahlé en keppni heldur síðan áfram sunnudaginn 9. maí þegar sextánda umferð deildarinnar á að fara fram. Sjö umferðir eru eftir af deildinni ásamt frestuðu leikjunum tveimur og samkvæmt niðurröðun verður lokaumferðin leikin fimmtudaginn 3. júní. Þá er úrslitakeppnin eftir.

Í úrvalsdeild kvenna, Olísdeildinni, eru hins vegar aðeins tvær umferðir eftir og þær eiga að fara fram laugardagana 1. og 8. maí.

Keppni í 1. deildum karla og kvenna, Grill 66-deildunum, á að hefjast á ný 27. og 28. apríl samkvæmt heimasíðu HSÍ. Þrjár umferðir eru eftir í 1. deild kvenna og fimm umferðir í 1. deild karla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert