Skilur ekkert í því að fyrsta markið hafi fengið að standa

Linli Tu og Sædís Rún Heiðarsdóttir eigast við í leiknum …
Linli Tu og Sædís Rún Heiðarsdóttir eigast við í leiknum í gærkvöldi. mbl.is/Arnþór Birkisson

Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur, furðar sig á þeirri ákvörðun dómara að dæma mark þegar Stjarnan komst í 1:0 í leik sem lauk með 3:0-sigri Garðbæinga í Bestu deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

Anna María Baldursdóttir kom Stjörnunni í 1:0 eftir aðeins fimm mínútna leik.

Kristrún Ýr birti myndskeið af markinu á Twitteraðgangi sínum í dag og benti á að afar erfitt væri að fullyrða að boltinn hafi farið allur inn fyrir marklínuna í þessu tilfelli, líkt og reglur kveða á um að verði að vera svo um mark sé að ræða.

Í myndskeiðinu sést Mikaela Nótt Pétursdóttir, miðvörður Keflavíkur, hreinsa frá á marklínu og ekki er að sjá, að minnsta kosti á myndskeiðinu, að boltinn hafi óyggjandi farið allur inn fyrir hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert