86 innanlandssmit

Ljósmynd/Landspítalinn

Alls greindust 86 smit innanlands í gær. Af þeim voru 72% í sóttkví en 24 einstaklingar voru utan sóttkvíar eða 28%. Nú eru 1.062 í einangrun á Íslandi en voru 1.048 í gær. Á spítala eru 58 sjúklingar með kórónuveiruna og af þeim er einn á gjörgæslu.

Við landamærin voru greind 10 virk smit í gær og eitt við seinni skimun. Tíu bíða mótefnamælingar.

Alls voru 2.632 sýni tekin innanlands í gær og 420 við landamærin. Ekki hafa verið tekin svo mörg sýni á einum degi frá 12. október.

Nánast engir eru á ferðinni á milli landa vegna Covid-19.
Nánast engir eru á ferðinni á milli landa vegna Covid-19. AFP

1.667 eru í sóttkví og 1.548 eru í skimunarsóttkví en í þeim hópi eru þeir sem þurfa að fara í sóttkví á milli skimana á landamærunum. 

59 smit voru greind við einkennasýnatöku í gær og 26 við sóttkvíar- og handahófsskimun. Eitt smit fannst við skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu.

11 börn yngri en eins árs eru í ein­angr­un, 27 börn á aldr­in­um 1-5 ára eru í ein­angr­un og 96 börn 6-12 ára. 55 börn á aldr­in­um 13-17 ára eru með Covid-19 í dag þannig að alls eru 189 börn smituð af kór­ónu­veirunni í dag.

Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 277 smit, á fer­tugs­aldri eru smit­in nú 155 tals­ins en í ald­urs­hópn­um 40-49 ára eru þau 142. Á sex­tugs­aldri eru 113 með Covid og á sjö­tugs­aldri eru þeir 84 tals­ins. 45 eru með Covid á aldr­in­um 70-79 ára, 37 á níræðisaldri og 20 einstaklingar yfir nírætt eru með veiruna að því er fram kem­ur á covid.is.

Fleiri smit og fleiri í sóttkví á Norðurlandi eystra

Á höfuðborg­ar­svæðinu er 847 í ein­angr­un og 1.179 eru í sótt­kví. Á Suður­nesj­um eru 56 smitaðir en 108 í sótt­kví. Á Suður­landi eru 64 smit en 124 í sótt­kví. Á Norður­landi eystra er 51 smit og 135 í sótt­kví. Á Norðvesturlandi eru tvö smit og 11 í sóttkví. Á Austurlandi er ekkert smit en þar er einn í sóttkví. Á Vest­fjörðum eru 12 smit og 19 í sótt­kví og á Vest­ur­landi er 21 smit og 56 í sótt­kví. Óstaðsett­ir í hús eru 9 smitaðir og 34 í sótt­kví.

Miðað við 100 þúsund íbúa eru 221,4 smit innanlands síðustu tvær vikurnar en 27,5 á landamærunum á sama tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert