Halla Hrund mætir á Egilsstaði í kvöld

Samsett mynd/Kristinn/Sigurður

Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir mætir í félagsheimilið Valaskjálf á Egilsstöðum í kvöld. Verður þar haldinn opinn borgarafundur fyrir bæjarbúa og nærsveitunga sem Morgunblaðið og mbl.is efna til vegna forsetakosninganna.

Fundurinn verður klukkan 19.30 í kvöld og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son munu ræða við Höllu Hrund um fram­boð henn­ar til embætt­is for­seta Íslands.

Hringferðin hófst á Ísafirði fyrir viku síðan og þá var …
Hringferðin hófst á Ísafirði fyrir viku síðan og þá var haldinn borgarafundur með Jóni Gnarr. mbl.is/Brynjólfur Löve

Viðtal við Höllu vakið þjóðarathygli

Halla Hrund mætti í Spursmál síðastliðinn föstudag og hefur sá þáttur vakið þjóðarathygli, meðal annars vegna ýmissa atriða sem voru dregin fram í sviðsljósið. Þá mældist hún með mesta fylgi allra frambjóðenda í glænýrri Prósent-könnun sem birt var í Morgunblaðinu og á mbl.is fyrr í morgun.

Auk umræðna með Höllu í kvöld verða sér­stak­ir álits­gjaf­ar fengnir á borgarafundinn til að spá í spil­in.

Að þessu sinni verður hlut­verk álits­gjafa í hönd­um Stef­áns Boga Sveins­son­ar héraðsskjala­varðar og Hrafn­dís­ar Báru Ein­ars­dótt­ur hót­eleig­anda. Þá gefst gest­um úr sal einnig tæki­færi á að beina spurn­ing­um til fram­bjóðand­ans.

Dag­skrá umræðufunda Morg­un­blaðsins og mbl.is:
Fé­lags­heim­ilið Vala­skjálf á Eg­ils­stöðum 6. maí kl. 19.30 - Halla Hrund Loga­dótt­ir

Hót­el Sel­foss á Sel­fossi 14. maí kl. 19.30 - Bald­ur Þór­halls­son

Græni hatt­ur­inn á Ak­ur­eyri 20. maí kl. 19.30 - Katrín Jak­obs­dótt­ir

Ekki missa af spenn­andi umræðu og frá­bærri stemn­ingu í aðdrag­anda for­seta­kosn­inga. All­ir eru hvatt­ir til að mæta og taka upp­lýsta ákvörðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert