„Ég er ekki gagnslaus“

Iryna afhendir Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, stuttermabolinn og sýnir …
Iryna afhendir Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, stuttermabolinn og sýnir honum táknin í mynstrinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úkraínska lista­kon­an Ірина Камєнєва, eða Iryna Kamienieva, neydd­ist til að flýja til Íslands eft­ir að stríð braust út í heimalandi henn­ar. Hún hef­ur upp­lifað mik­inn kvíða og von­leysi síðastliðnar vik­ur, vit­andi af fjöl­skyldu sinni, vin­um og ætt­ingj­um í heima­land­inu. 

Í dag kvað þó við ann­an tón, þegar hún af­henti Guðna Th. Jó­hann­es­syni, for­seta Íslands, bol sem hún hannaði sjálf ásamt Þór­dísi Claessen, og er hluti af átaks­verk­efni sem er til styrkt­ar UN Women í Úkraínu.  

UN Women á Íslandi og 66°Norður standa að baki átaks­verk­efn­inu en all­ur ágóði af söl­unni renn­ur til Úkraínu. Fyrsta upp­lag fram­leiðslunn­ar mun telja um 500 boli og ef það selst upp munu fimm millj­ón­ir króna safn­ast.

„Ég er mjög þakk­lát fyr­ir að hafa fengið tæki­færi til að taka þátt í þessu verk­efni. Þetta var mjög góður stuðning­ur fyr­ir mig per­sónu­lega en ég hef verið mjög kvíðin og liðið eins og ég geti ekki komið til hjálp­ar. En í gegn­um verk­efnið hef ég getað minnt sjálfa mig á að ég er að taka þátt og ég er að hjálpa. Ég er ekki gagns­laus,“ seg­ir Iryna í sam­tali við mbl.is

„Þetta hjálpaði mér stund­um að kom­ast í gegn­um dag­inn.“

Ísland ör­ugg­asti kost­ur­inn

Iryna, sem kem­ur frá litl­um bæ í grennd við Kænug­arð, var stödd í Póllandi ásamt kær­asta sín­um þegar Rúss­ar gerðu inn­rás í Úkraínu í lok fe­brú­ar. Henni varð fljótt ljóst að hún gæti ekki snúið til síns heima þar sem það væri ekki ör­uggt. 

Parið taldi ekki skyn­sam­legt að vera lengi í Póllandi í ljósi þess að stríður straum­ur flótta­fólks var á leið til lands­ins og pólska ríkið ætti senni­lega eft­ir að eiga erfitt með að halda slík­um fjölda uppi.

Eft­ir að hafa skoðað vel þá kosti sem voru í stöðunni, tóku þau ákvörðun um að koma til Íslands. Þótti það skyn­sam­leg­ast, ekki síst vegna fjar­lægðar­inn­ar sem er milli Íslands og Úkraínu. 

„Fólk í Póllandi og Ung­verjalandi upp­lif­ir sig ekki leng­ur ör­uggt. Við vit­um ekk­ert hvað mun ger­ast á morg­un, hvort Rúss­land ger­ir árás á önn­ur lönd eða ekki.“

Hún seg­ist hafa fengið mik­inn stuðning eft­ir kom­una og að þetta sé einn ör­ugg­asti staður til að vera á um þess­ar mund­ir.

Bol­ur­inn hafi vernd­ar­gildi

UN Women höfðu sam­band við Irynu eft­ir að hafa frétt af lista­sýn­ingu henn­ar hér á Íslandi. Hún var feng­in til liðs við lista­kon­una Þór­dísi Claessen, sem starfaði lengi fyr­ir 66° Norður

Þór­dís seg­ir sam­starfið hafa gengið afar vel. Hún seg­ir heiður að hafa fengið að taka þátt í verk­efn­inu og fá inn­sýn inn í úkraínska menn­ingu. 

Ferlið hafi reynst afar lær­dóms­ríkt, ekki síst þegar Iryna fræddi hana um all­ar merk­ing­arn­ar á bakvið mynstr­in og tákn­in en hönn­un bols­ins er inn­blás­in af úkraínska þjóðbún­ingn­um.

Listakonurnar Þórdís Claessen og Iryna afhenda forseta Íslands eintak af …
Lista­kon­urn­ar Þór­dís Claessen og Iryna af­henda for­seta Íslands ein­tak af boln­um í dag. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fram­an á boln­um má sjá Vys­hy­vanka mynstur, sem er tákn­mynd fyr­ir vernd.

„Vys­hy­vanka hef­ur mjög öfl­uga merk­ingu í sjálfu sér, mynstrið á að vernda eig­and­ann frá öllu illu. Bara það að klæðast boln­um veit­ir ákveðna vernd,“ seg­ir Iryna.

Ef rýnt er nán­ar í mynd­ina má einnig sjá önn­ur mynstur sem standa meðal ann­ars fyr­ir sam­heldni, fjöl­skyld­una, karla og kon­ur.

Veiti fólki kraft

Á bak­hlið bols­ins má svo sjá hluta úr ljóði eft­ir úkraínska skáldið Lesiu Ukrainku sem Iryna seg­ir vera mjög sterka kven­fyr­ir­mynd.

„Þessi hluti ljóðsins fjall­ar um að vera sterk­ur í gegn­um erfiða tíma. Hún seg­ir að hún muni halda áfram að elska, jafn­vel þótt tár­in falli, hún muni halda áfram að syngja lög þótt hún sé um­kringd illsku og hún muni halda áfram að lifa, sama hvað ger­ist. Við trú­um því að þessi skila­boð muni veita þeim kraft sem klæðast boln­um og jafn­vel til þeirra sem að munu hljóta vernd vegna átaks­ins,“ seg­ir Iryna.

Frá athöfninni á Bessastöðum í dag.
Frá at­höfn­inni á Bessa­stöðum í dag. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert