Lewandowski gæti náð einu HM í viðbót

Robert Lewandowski skoraði mark Pólverja úr víti í gær.
Robert Lewandowski skoraði mark Pólverja úr víti í gær. AFP/Andrej Isakovic

Knattspyrnumaðurinn Robert Lewandowski gæti leikið með pólska landsliðinu á HM í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó eftir fjögur ár, komist pólska liðið þangað.

Pólland féll úr leik í 16-liða úrslitum á HM í Katar í gær, eftir 1:3-tap fyrir Frakklandi. Framherjinn verður á 38. aldursári þegar mótið fer fram eftir fjögur ár, en hann útilokar ekki að vera með á einu heimsmeistaramóti til viðbótar.

„Ef ég nýt þess enn þá að spila leikinn, það er það mikilvægasta. Ég er ekki hræddur við annað HM, en við verðum að sjá til,“ sagði Lewandowski við Mundo Deportivo eftir leik.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert