Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
banner
   þri 27. september 2022 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Tilfinningaþrungin stund í Tékklandi - „Fúlt að kveðja svona"
Brynjólfur í baráttunni í leiknum gegn Tékklandi
Brynjólfur í baráttunni í leiknum gegn Tékklandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei, þetta verður ekki meira svekkjandi en þetta. Mikið af tilfinningum í þessu og margir að spila sinn síðasta leik. Þetta er helvíti fúlt," sagði Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði U21 árs landsliðs Íslands, eftir að hafa misst af sæti í lokakeppni EM í kvöld.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

Íslenska liðið gerði markalaust jafntefli við Tékka og er því úr leik en fyrri leiknum lauk með 2-1 tapi á Víkingsvellinum.

Hetjuleg barátta hjá drengjunum en þetta var síðasti leikur margra fyrir U21 árs landsliðsins og er Brynjólfur þar með talinn. Hann er þakklátur fyrir allar minningarnar með strákunum.

„Eiginlega ekki. Búinn að vera stoltur af því að vera fyrirliði þessa liðs og fullt af ungum strákum og frábærum leikmönnum. Þetta er heiður en leiðinlegt að þetta skildi enda svona."

„Þetta er búið að vera geðveikt. Maður var partur af síðasta liði sem fór á EM. Þetta er fullt af strákum sem maður hefur alist upp með úr Breiðabliki og svo helling af strákum sem hefur fengið að kynnast en leiðinlegt að þetta hafi endað svona. Við hittumst einhvern tímann aftur og allir góðir félagar en fúlt að kveðja svona."

Brynjólfur var ánægður með framlagið í leiknum en það vantaði svakalega lítið upp á til að koma boltanum í netið.

„Mér fannst við frábærir í þessum leik. Mér fannst við spila mun betur en við gerðum heima á gervigrasinu. Það var helling af pressu í þessum leik en það gefur manni meiri orku og maður er kúl á boltanum. Þora að taka á móti honum og taka stuttar sendingar. Frábær leikur á útivelli," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner