fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hryllingsárásin fyrir utan 203 Club: Réttað yfir Daníel og Raúl í ágúst – Ákært fyrir tilraun til manndráps

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 12:26

Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 15. ágúst næstkomandi verður aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn þeim Daníel Zambrana Aquilar, sem fæddur er árið 1999, og Raúl Ríos Rueda, sem fæddur er árið 1997, vegna einstaklega hrottafullrar líkamsárásar sem gerð var á ungan mann fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club í Austurstræti, í byrjun mars.

Ákæra héraðssaksóknara í málinu, sem DV hefur undir höndum, var gefin út um síðustu mánaðamót. Í ákærunni er Daníel sakaður um tilraun til manndráps en Raúl um líkamsárás.

Árásin vakti mikla athygli á sínum tíma en móðir brotaþolans tjáði sig um atvikið með opinskáum hætti á Facebook. Móðirin gagnrýndi að viðstaddir hafi ekki komið syni hennar til aðstoðar, en dyraverðir á 203 Club fylgdust með en gerðu ekkert, að hennar sögn, og þurfti sonur hennar sjálfur að koma sér að sjúkrabíl og óska þar eftir hjálp.

Samkvæmt ákæru réðst Daníel á brotaþola með óþekktu stunguvopni, líklega skrúfjárni, og stakk hann margsinnis í efri búk. Raúl á hins vegar að hafa kýlt brotaþolann margsinnis með krepptum hnefum í höfuð og efri hluta líkama. Brotaþolinn hlaut samfall á lungum beggja vegna, sár á framvegg brjóstkassa, mörg sár á bakvegg brjóstkassa, mar og yfirborðsáverka á höfði og dreifða yfirborðsáverka á líkama.

Þess er krafist að Daníel og Raúl verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Gerð er einkaréttarkrafa fyrir hönd brotaþolans um miskabætur, er krafist rúmlega fjögurra milljóna króna frá Daníel og 900 þúsund króna frá Raúl.

Sem fyrr segir verður aðalmeðferð í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 15. ágúst næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala