Enginn leikmaður í sögu Getafe hefur selt fleiri treyjur en Mason Greenwood sem gekk í raðir félagsins í sumar.
The Daily Mail greinir frá en Greenwood gekk í raðir Getafe á lánssamningi frá Manchester United í sumar.
Hann er samningsbundinn Man Utd til ársins 2025 en hefur ekki spilað leik síðan í janúar 2022 eftir ákærur um kynferðisbrot og heimilisofbeldi.
Þrátt fyrir það eru stuðningsmenn Getafe gríðarlega spenntir fyrir Greenwood sem hefur enn ekki leikið leik fyrir félagið.
Greenwood klæðist treyju númer 12 hjá Getafe og hefur enginn leikmaður í sögu félagsins selt eins margar treyjur að sögn Mail.
Það verður fróðlegt að fylgjast með Greenwood á Spáni í vetur en hann hefur ekki spilað fótboltaleik í um 18 mánuði.