Sigraði á skíðamóti innanhúss

Bjarki Guðmundsson á efsta þrepi verðlaunapallsins í Ósló.
Bjarki Guðmundsson á efsta þrepi verðlaunapallsins í Ósló.

Bjarki Guðmundsson, B-landsliðsmaður í alpagreinum, sigraði í dag í svigi á fyrsta FIS-móti Alþjóða skíðasambandsins á þessum vetri og hrósaði þar með í fyrsta sinn sigri á slíku móti.

Þá voru aðstæður óvenjulegar því keppt var innanhúss í nýju skíðahúsi í Ósló, Snö. 

Þar sem mótið fer fram inni er um aðeins styttri svigbraut að ræða og var Bjarki með besta tímann í fyrri ferðinni, 33,60 sekúndur.. Í þeirri seinni hélt hann uppteknum hætti og var einnig með besta tímann í þeirri ferð, 32,85 sekúndur. Vann sigraði því örugglega og var 0,72 sekúndum á undan næsta keppanda, Norðmanninum Oscar Andreas Sandvik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert