Verða landi og þjóð til sóma

Gísli Kærnested, Sunna Mímisdóttir og Halla Ingvarsdóttir voru vel peppuð …
Gísli Kærnested, Sunna Mímisdóttir og Halla Ingvarsdóttir voru vel peppuð fyrir kvöldinu þegar blaðamaður ræddi við þau fyrir utan Pala Olimpico höllina í kvöld. mbl.is/Sonja Sif

Eurovision-aðdáandinn Sunna Mímisdóttir var hress í bragði þegar hún ásamt fleiri meðlimum í félaginu Fáses, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, gekk inn í Pala Olimpico höllina nú í kvöld. 

„Stemningin er góð. Ég elska lagið. Ég hef engan áhyggjur af flutningnum. Sama hvað gerist er ég ógeðslega stolt af þeim, þær eru frábærar,“ sagði Sunna þegar blaðamaður hitti hópinn fyrir utan. 

Fáses-liðar hittust á bar í borginni til að hita upp fyrir keppnina og drifu þau sig svo með sporvagni til hallarinnar. 

„Ég fer bjartsýn inn í kvöldið. Við getum verið stolt sama hvernig fer, þær eru verðugir fulltrúar og eiga eftir að vera landi og þjóð til sóma,“ segir Sunna. 

Sunna segist vera gríðarlega ánægð að vera loksins komin aftur á Eurovision eftir heimsfaraldur. „Ó Guð minn góður. Loksins! Ég var komin í verulega Eurovision-þörf, allt of mikla. Ég var Eurovision svelt. Loksins fáum við að vera með og upplifa stemninguna,“ segir Sunna. 

Sunna og Gísi fara vel merkt inn í kvöldið.
Sunna og Gísi fara vel merkt inn í kvöldið. mbl.is/Sonja Sif
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg