Fyrstu konurnar til að dæma á HM

Stephanie Frappart hefur dæmt leiki í efstu deild Frakklands.
Stephanie Frappart hefur dæmt leiki í efstu deild Frakklands. AFP/Bertrand Guay

Kvenkynsdómarar verða við störf á HM karla í fótbolta í Katar í nóvember og desember. Aldrei áður hafa konur dæmt á heimsmeistaramóti karla. 

Stephanie Frappart frá Frakklandi, Salima Mukansanga frá Rúanda og hin japanska Yoshimi Yamashita eru á meðal dómara sem munu dæma á heimsmeistaramótinu.

Frappart er eina konan sem hefur dæmt leik í Meistaradeild karla sem og eina konan sem hefur dæmt í undankeppni Evrópumóts landsliða. Hún hefur einnig dæmt leiki í efstu deild Frakklands.

Mukasanga er eina konan sem hefur dæmt á Afríkumóti karla og Yamashita er eina konan sem hefur dæmt leik í Meistaradeild Asíu.

Þá munu Neuza Back frá Brasilíu, Kathryn Nesbitt frá Bandaríkjunum og hin mexíkóska Diaz Medina vera aðstoðardómarar á heimsmeistaramótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert