Mótmælt fyrir utan túniska þingið

AFP

Formaður stærsta stjórnmálaflokks Túnis fór fyrir mótmælum fyrir utan túniska þingið á mánudag eftir að her landsins meinaði honum aðgang að þinghúsinu. 

Rached Ghannouchi, sem er forseti þingsins, reyndi að komast inn í þinghúsið klukkan þrjú að staðartíma í nótt, nokkrum klukkustundum eftir að Kais Saied forseti landsins leysti upp þingið og vék forsætisráðherra landsins úr embætti. 

AFP

Stjórnmálaflokkur Gannouchi, Ennahdha, segir aðgerðir forsetans vera valdarán. 

Hundruð stuðningsmanna Saied komu einnig saman fyrir utan þinghúsið í morgun. Hópurinn hrópaði slagorð gegn Ennahdha-flokknum og kom í veg fyrir að flokksmenn næðu að komast inn í bygginguna. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert