Átta marka sigur Íslands

Sandra Erlingsdóttir var markahæst í íslenska liðinu.
Sandra Erlingsdóttir var markahæst í íslenska liðinu. Ljósmynd/Óttar Geirsson

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann öruggan 30:22-sigur á Sviss á æfingamóti í Cheb í Tékklandi í kvöld.

Ísland var skrefinu á undan allan leikinn og vann að lokum sannfærandi sigur, en staðan í hálfleik var 19:14. Íslenska liðið, sem tapaði fyrir Noregi í gær, mætir Tékklandi á morgun klukkan 12.

Sandra Erlingsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sjö mörk og þær Þórey Rósa Stefánsdóttir og Thea Imani Sturludóttir gerðu fimm hvor. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 18 skot í markinu.

Mörk Íslands: Sandra Erlingsdóttir 7/3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Thea Imani Sturludóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 2, Andrea Jacobsen 2, Aldís Ásta Heimisdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 2, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Ásdís Guðmundsdóttir 1 Elín Jóna Þorsteinsdóttir 1.

Varin skot: Elín Jóna Þorsteindóttir 18 skot og Hafdís Renötudóttir 5.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert