Ekki fyrir utan valdsvið ÁTVR að spyrja spurninga

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ÁTVR athafna sig í krafti þeirrar sérstöku stöðu sem verslunin nýtur að lögum. Verslunin hafi einkaleyfi á smásölu áfengis og því hreyfi hún sig samkvæmt því og túlki lögin með hliðsjón af þeirri staðreynd.

Hann vill ekki ganga svo langt að segja ÁTVR hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að leggja inn kæru um meint skattsvik Arnars Sigurðssonar, eig­anda Sante ehf. og franska fé­lags­ins San­tew­ines SAS.

Ekki fyrir utan þeirra valdsvið að spyrja spurninga

„Þær breytingar sem eru að verða á verslun með áfengi á Íslandi með netversluninni, mér finnst það nú ekki vera fyrir utan þeirra valdsvið að spyrja spurninga um mörk þess sem ÁTVR gerir hvað smásöluna snertir,“ segir Bjarni í samtali við mbl.is.

Í kæru ÁTVR var þess einnig krafist að Bjórland ehf. og Brugghúsið Steðji ehf. hætti smásölu með áfengi en báðar verslanir hafa selt bjór á vefsíðunum sínum.

Ekki óeðlilegt í sjálfu sér

Bjarna þykir framganga ÁTVR ekki óeðlileg í sjálfu sér: „Ef menn telja sig hafa vísbendingar um skattalagabrot þá er ekkert óeðlilegt við að menn komi því á framfæri, en ég veit ekki nákvæmlega hvað býr þarna að baki, ég hef ekki upplýsingar um það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert