Jóladagskrá KKÍ aflýst

Frá leik Keflavíkur og Tindastóls.
Frá leik Keflavíkur og Tindastóls. mbl.is/Skúli

Ekki verður leikið á Íslandsmótinu í körfuknattleik  fyrr en á nýju ári samkvæmt fréttatilkynningu frá KKÍ. 

Körfuknattleikssambandið hafði sett fjölda leikja á dagskrá í kringum hátíðarnar ef vera skyldi að hægt yrði að hefja leik á ný á Íslandsmótinu. Svo verður ekki. 

„Í ljósi ákvörðunar heilbrigðisráðherra um framlengingu sóttvarnarráðstafana til 9. desember er öruggt að ekki verður keppt frekar í körfubolta 2020. Vonir standa til að keppni geti hafist snemma í janúar, en framhaldið ræðst algjörlega af stöðu faraldursins og þeim takmörkunum sem gilda hverju sinni.

Skrifstofa KKÍ vinnur að breyttu leikjadagatali, sem verður kynnt félögunum seinna í desember,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert