Neymar búinn að framlengja

Neymar verður áfram í París.
Neymar verður áfram í París. AFP

Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar er búinn að framlengja samning sinn við París Saint-Germain. Gildir samningurinn fram á sumar 2025.

Þetta fullyrðir ítalski knattspyrnublaðamaðurinn Fabrizio Romano á twitteraðgangi sínum.

Samningur Neymars átti að renna út eftir rúmt ár og því var búið að orða hann þrálátlega við endurkomu til Barcelona. Ljóst er að nú verður ekki af því.

Romano segir Neymar fá ansi ríkulega borgað eins og við var að búast, um 30 milljónir evra á ári eftir skatt og bónusa, auk þess sem hann megi eiga von á gífurlegri bónusgreiðslu takist PSG loks að vinna Meistaradeild Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert