Eftirspurn langt umfram framboð

Vignir segir að í hverjum mánuði leigi fólk út um …
Vignir segir að í hverjum mánuði leigi fólk út um 400 til 500 eignir í gegnum myigloo.is en að jafnaði séu um 2.000 einstaklingar sem sæki um eignirnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vignir Már Lýðsson, framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Leiguskjóls, segir dæmi um hundruð umsókna um eignir sem auglýstar eru til leigu á vefnum myigloo.is. Félagið á og rekur vefinn og þá m.a. í samstarfi við mbl.is.

Vignir segir að í hverjum mánuði leigi fólk út um 400 til 500 eignir í gegnum myigloo.is en að jafnaði séu um 2.000 einstaklingar sem sæki um eignirnar. Almennt séu því fjórir til fimm og stundum mun fleiri sem sækja um hverja eign og eftirspurnin því margföld.

Hægt er að gera rafræna leigusamninga í gegnum vefinn en í hverjum mánuði eru hátt í eitt þúsund samningar undirritaðir og áætlar Vignir að vel væri hægt að gera 1.500 til 2.000 samninga ef framboð fasteigna væri nægt.

„Það er því margföld eftirspurn eftir leiguhúsnæði,“ segir Vignir og tekur fram að eftirspurn eftir eignum sé misjöfn.

Lesa má meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í gær. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert