fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 25. apríl 2024 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem muna eftir manni að nafni Tom Cleverley sem gerði garðinn frægan með Manchester United.

Cleverley þurfti að leggja skóna á hilluna í fyrra vegna meiðsla en hann er enn aðeins 34 ára gamall.

Cleverley kláraði feril sinn með Watford en hann lék þar í sex ár og neyddist til að hætta 2023.

Í gær var staðfest að Cleverley væri nýr stjóri Watford og er það gríðarlega spennandi tækifæri fyrir Englendinginn.

Cleverley er uppalinn hjá United og lék þar í heil 15 ár en fær nú það verkefni að koma Watford aftur upp í efstu deild næsta vetur.

Hann var nokkuð öflugur miðjumaður á leikmannaferlinum og spilaði 13 landsleiki fyrir England.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Drátturinn í Mjólkurbikarnum – Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks

Drátturinn í Mjólkurbikarnum – Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks
433Sport
Í gær

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar