236 listamönnum úthlutað listamannalaunum

Úthlutun listamannalauna 2022 liggur nú fyrir en til úthlutunar úr launasjóðnum eru 1.600 mánaðarlaun í sex flokkum: hönnun, myndlist, flokki rithöfunda, sviðslista, tónlistarflytjenda og tónskálda.

Fjöldi umsækjenda var 1.117, þar af 968 einstaklingar og 149 sviðslistahópar (með um 990 listamönnum). Sótt var um 10.743 mánuði og úthlutun fá 236 listamenn.

Starfslaun listamanna eru 490.920 kr. á mánuði samkvæmt fjárlögum 2022. Um verktakagreiðslur er að ræða.

Þetta kemur fram á vef Rannís. 

Myndlistarmenn sem fá laun í 12 mánuði

  • Anna Helen Katarina Hallin
  • Daníel Þorkell Magnússon
  • Egill Sæbjörnsson
  • Guðjón Ketilsson
  • Hekla Dögg Jónsdóttir
  • Rósa Gísladóttir
  • Sara Riel
  • Sigurður Guðjónsson
  • Steinunn Gunnlaugsdóttir

Rithöfundar sem fá laun í 12 mánuði

  • Andri Snær Magnason
  • Bergsveinn Birgisson
  • Eiríkur Örn Norðdahl
  • Elísabet Kristín Jökulsdóttir
  • Gerður Kristný Guðjónsdóttir
  • Guðrún Eva Mínervudóttir
  • Hallgrímur Helgason
  • Hildur Knútsdóttir
  • Jón Kalman Stefánsson
  • Sölvi Björn Sigurðsson
  • Vilborg Davíðsdóttir
  • Þórdís Gísladóttir

Tónskáld sem fá laun í 12 mánuði

  • Benedikt Hermann Hermannsson
  • Haukur Þór Harðarson
  • Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir

Tónlistarflytjendur sem fá laun í 12 mánuði

  • Anna Gréta Sigurðardóttir
  • Benedikt Kristjánsson
  • Margrét Jóhanna Pálmadóttir

Hér má sjá heildarlista yfir þá sem fá laun í ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert