Kveikt á myndavélum í svefnsal stúlkna á Rey Cup

Stúlkurnar gistu í Laugardalshöll.
Stúlkurnar gistu í Laugardalshöll. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu unglingsstúlkna sem kepptu í fótbolta á Rey Cup um helgina, að því er Fréttablaðið greinir frá. Kveikt var á myndavélunum.

Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri ReyCup, vildi ekkert segja um málið þegar mbl.is leitaði eftir því en sagði von á viðbrögðum síðar í dag. 

Ekki faldar myndavélar

Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar, segir í samtali við Fréttablaðið að forsvarsmenn ReyCup hefðu átt að óska eftir því að slökkt væri á eftirlitsmyndavélum. 

„Ég bendi nú á að Laugardalshöll er fjölnotahús og ekki ætlað sem gistirými,“ segir hann við Fréttablaðið og bendir á að það sé alltaf kveikt á myndavélunum þá sitji starfsmenn ekki og horfi á myndavélarnar og einungis takmarkaður hópur hafi aðgang að þeim. Þá segir hann alls ekki um faldar myndavélar að ræða. 

Stúlkurnar eru fimmtán og sextán ára og eru þær í fótboltaliði Selfoss. Þær dvöldu í Laugardalshöll.

Móðir sem Fréttablaðið ræddi við segir að dóttir hennar hafi ekki vitað af myndavélunum. Stúlkurnar hafi skipt um föt á svæðinu þar sem eftirlitsmyndavélarnar voru. 

Ekki náðist í Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfara liðsins, við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert