Gróttukonur jöfnuðu metin

Ída Margrét Stefánsdóttir skoraði 6 mörk í dag
Ída Margrét Stefánsdóttir skoraði 6 mörk í dag mbl.is/Óttar Geirsson

Grótta sigraði Aftureldingu á heimavelli í umspili um sæti í efstu deild kvenna í handbolta. Staðan í einvíginu er jöfn 1:1.

Afturelding vann fyrsta leikinn í Mosfellsbæ en Grótta svaraði fyrir sig í dag, 31:27. Daðey Ásta Hálfdánsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Gróttu, Ída Margrét Stefánsdóttir og Karlotta Óskarsdóttir skoruðu 6 mörk hvor og Soffía Steingrímsdóttir varði 13 skot.

Hjá Aftureldingu voru Susan Ines Gamboa og Anna Katrín Bjarkadóttir markahæstar með 7 mörk og Saga Sif Gísladóttir varði 9 skot í markinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert