Abbas til Þýskalands í læknisskoðun

Mahmud Abbas, forseti Palestínu.
Mahmud Abbas, forseti Palestínu. AFP

Mahmud Abbas, forseti Palestínu, er á leið til Þýskalands í „læknisskoðun“. AFP greinir frá þessu, en nánari skýringar liggja ekki fyrir.

Aðeins eru tveir mánuðir þar til Palestínumenn ganga til kosninga í fyrsta sinn í fimmtán ár. Abbas, sem er 86 ára, verður þá í framboði og freistar þess að endurnýja umboð sitt sem hann hlaut árið 2006.

Abbas yfirgaf forsetahöllina í Ramallah í morgun og flaug með þyrlu yfir til Jórdaníu þar sem hann á flug til Þýskalands. Hann mun snúa aftur til Palestínu á fimmtudag, samkvæmt heimildum AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert