Sara stigahæst í tapleik

Sara Rún Hinriksdóttir í landsleik í síðasta mánuði.
Sara Rún Hinriksdóttir í landsleik í síðasta mánuði. Ljósmynd/Óttar Geirsson

Sara Rún Hinriksdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, var í lykilhlutverki hjá Phoenix Constanta þegar lið hennar tapaði annan daginn í röð fyrir toppliðinu Arad í rúmensku þjóðardeildinni.

Í gær tapaði Constanta með einu stigi á útivelli en í dag mættust liðin í Constanta og þá vann Arad öruggari sigur, 63:55.

Sara var stigahæst hjá Constanta með 13 stig en hún tók einnig sjö fráköst og átti tvær stoðsendingar. Hún lék næstmest í liði Constanta eða rúmar 34 mínútur af 40.

Constanta er í sjötta sæti af þrettán liðum í deildinni með þrjá sigra í níu leikjum en Arad hefur unnið alla níu leiki sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert