Atkvæðamikill á Spáni

Tryggvi Snær Hlinason skoraði 13 stig.
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 13 stig. Ljósmynd/FIBA

Tryggvi Snær Hlinason átti góðan leik fyrir Zaragoza þegar liðið tók á móti Gipuzkoa í efstu deild Spánar í körfuknattleik í dag.

Leiknum lauk með 99:71-sigri Zaragoza en Tryggvi skoraði 13 stig í leiknum, ásamt því að taka fjögur fráköst.

Zaragoza leiddi með átján stigum í hálfleik, 47:29, og liðið jók forskot sitt hægt og rólega í síðari hálfleik en Tryggvi lék í rúmar sextán mínútur í dag.

Zaragoza er í þrettánda sæti deildarinnar með 22 stig, sex stigum frá sæti í úrslitakeppninni þegar liðið á sex leiki eftir í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert