Erlent

Endalok faraldursins í Evrópu séu í nánd

Árni Sæberg skrifar
Hans Kluge er yfirmaður evr­ópu­deild­ar Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar.
Hans Kluge er yfirmaður evr­ópu­deild­ar Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar. EPA-EFE/IDA GULDBAEK ARENTSEN

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in telur að í mars muni sex af hverjum tíu Evrópubúum hafa smitast af kórónuveirunni. Því nálgist endalok faraldurs hennar í álfunni.

Í frétt Morgunblaðsins um málið segir að WHO telji faraldurinn hafa þróast yfir í annað ástand með tilkomu ómíkron-afbrigðisins. 

Þá er haft eftir Hans Kluge, yf­ir­manni evr­ópu­deild­ar Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar, að faraldurinn sé að nálgast einhvers konar endastöð.

Hins vegar sé mögulegt að Covid-19 snúi aftur í annarri mynd og þá ekki sem heimsfaraldur.

Þá sögðu þau Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala, í aðsendri grein á Vísi í gær að bjartari tímar væru fram undan í baráttunni við faraldurinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×